Spetacular
Þar sem næstum vika er nú liðinn má ég fara að tala aftur.... Í kvöld fór ég á magnaðan flutning Sinfóníurnar, ásamt söngvurum sem að kenna sig við West-End í London, á verkum hinnar eilífu rokksveitar Queen. Þetta var mjög áhrifaríkt og virkilega gaman að heyra sinfóníu hljómsveit flytja lög sem að maður ólst upp með og kann næstum því utanbókar. Síðan stóð í "leikskránni" að einn af aðalsöngvurunum væri í drengjasveitinni hans Hauks, Blue, og kæti það Hauk mjög. Síðan kom í ljós að hann hafði einungis samið lög fyrir þá í kringum 1993.....sjá meira
hér. Leiðinlegt Haukur....huhmm.... Merkilegur gaur enga síður þrátt fyrir að hann nái ekki beint honum Freddie heitnum...... Maður áttaði sig held ég best á því í kvöld hversu ótrúlegur Freddie Mercury er í raun og veru...... En allavegana merkilegt kvöld sem að ég mun reyna að varðveita í hjarta mínu......*ræsk*....*snökt*
Síðan hafa nokkrar vefsíður bæst í vefflóruna........
Maggi,
Sigga og síðast en ekki síst
Edda hafa ákveðið að brjótast inn í netheima.... linkar birtast fljótlega.....