30.12.01


Flugeldar
Er að fara með pabba og systur minni að kaupa flugelda..... alveg sú mesta eyðsla á peningum í heimi... skil ekki fólk sem að kaupir flugelda fyrir tugi þúsunda til þess eins að kveikja í þeim..... ég fer einungis með til þess að sjá til þess að þau kaupi nú ekkert rusl..... jæja, nóg um það!!!!!

>12:40


Jólin og LOTR
Átti alveg yndisleg jól og hef ég náð að taka því frekar rólega..... svefninn hefur eitthvað vantað en ég vonast til að laga það mál fljótlega. Allavegna, þá fór ég á LOTR: Fellowship of the Ring 27. desember og þvílík upplifun. Þrátt fyrir að ég hafa spennt bogann virkilega hátt af spenningi fyrir myndinni þá hitti hún bara beint í mark. Ég hreinlega vissi ekki að þvílíka veröld væri hægt að skapa á hvíta tjaldinu. Náttla er samt bókin betri eins og alltaf en það er ekki hægt að búa til betri mynd sem fjallar um þessa sögu!!! Mér finnst það hreinn og beinn skepnuskapur hjá Peter Jackson að láta mann bíða í heilt ár eftir næstu og svo annað ár eftir þeirri þriðju. Þá bara er ég að líka að ljúka við verkfræðina .. tíminn flýgur of masturbatingly hratt!!!
Ég verð líka að minnast á djammið í gær...... snilldarafmæli hjá Siggu var fylgt eftir með ferð á sportkaffi þar sem djammað var þangað til lokað var. Lokuðu samt fullsnemma fannst manni, nóttin er bara ung klukkan 4....... Þetta var djamm nr. 2 í jólafríinu og hafa þau bæði verið mjög vel heppnuð, ætli þetta jólafrí verði ekki lengi í minnum haft .... kannski maður geti þakkað lífsförunautunum Passúa og Baileys, að ógleymdum Vodka Ice, fyrir að sjá um skemmtiatriði...... og nei ég skammast mín ekki baun fyrir að drekka kerlingardrykki. Eins og krakkinn í Cheerios-auglýsingunum sagði....."mamma segir að maður á alltaf að gera það sem manni finnst best" eða eitthvað álíka.
Síðan er eftir að finna djamm á gamlárskvöld.....ohh....ætli maður endi ekki bara á því að djamm mest á nýársdag í staðinn eins og Victoría & co. voru að pæla....verð að viðurkenna að flest gamlárskvölds djömm verða hálf mislukkuð.....en maður heldur í vonina....annars er náttla alltaf hægt að djamma 2 daga í röð!!!!!
Jæja...kannski er þetta ástæðan fyrir því að ég hef sofið svoddan lítið í fríinu....alltaf vakandi til kl. 3 eða eitthvað álíka og vakna aldrei seinna en 11...... þarf að refsa mér fyrir þetta hátterni...urrrrrr.........ehhhhhhh!!

P.s. Þórir viltu vera svo vænn að læra að linka á bloggsíðurnar....ég var óratíma að renna í gegnum endalausu pistlana hans Ágústar áður en ég fattaði það að þú hefði linkað hann vitlaust.... einnig klúðraðir þú Egils-linkinum.....plís correct this nonsense!!!!!!

>03:19
23.12.01


Jóla hvað?
Bara geðveikt að vera búinn í prófum!!! Þrátt fyrir að Eðlisfræðiprófið sé trúlegast fallpróf þá er ég samt ágætlega sáttur við allt heila klabbið.... Bara búinn að fá einkunn í einu fagi en ég er samt frekar bjartsýnn.
Annars er mikið og margt búið að gerast... fórum fyrst á Ítalíu á fimmtudeginum, en það reyndist vera hið fínasta chill... mjög sáttur við það! Síðan koma líka þetta æðislega föstudagskvöld sem að hófst með góðum mat hjá Magga... 2 þumlar upp í loft fyrir það! Síðan fóru leikar að æsast aðeins, svo að ekki sé meira sagt, þegar við brugðum okkur til Viktoríu. Sérstaklega má nefna kynþokka Hauks sem virðist hafa algjörlega tryllt kvennþjóðina, sem kemur svo sem ekki á óvart. Virkilega gaman hjá Viktoríu verð ég nú bara að segja...alveg voða vel heppnað! Og síðan kom þetta snilldarinnar ball, ég er svo að elska Sálarböll.... pant ég fara líka næst! Annars var "soldið" troðið þar, dansgólfið óvenju fjölskipað og meðal furðufuglana þar mátti sjá sérstaklega tungulipran mann í þvílíku stuði...ef einhverjum langar að sjá myndir af tja, t.d. Manna, Halla, Steinari, Bjarka, Siggu (huhmm), Karenu og mörgum fleirum mæli ég með þessu! Takk fyrir Manni ;)!!!! Síðan var kvöldið endað í stuði á Sport kaffi þar sem var spiluð óvenju góð tónlist miðað við trölla sögurnar þeirra Halla og Viðars!!! 5 stjarna kvöld!
Jæja, núna þarf ég að fara að byrja að kaupa jólagjafir á einmitt allar 8 gjafirnar eftir.....og síðan eru jólin bara á morgun! Mætti halda að tíminn hafi breyst í kappaksturbíl...eða ég sé bara byrjaður að vera hrumur og gamall maður. A.m.k. flýgur tíminn hreinlega alltof hratt áfram.

>13:02
17.12.01


Mæting
Mættur upp í vinnu til að læra, en nenni svo ekki að byrja!!! Ohh... Þurfti náttla að byrja að lesa bók á kvöldin sem að gerir það að verkum að ég sofna mun seinna en ég ætti að gera. Er núna með A Brief History of Time eftir Stephen Hawking á náttborðinu. Búinn að lesa hana á íslensku en ég svona varð að kíkja líka á hana á ensku. Þetta er líka voða flott útgáfa með auknum skýringum og sonna.... voða stuð! Annars eru prófin að verða búin og ég get ekki beðið eftir því að þau endi!!!! Og hvað verður mikið stuð þá!

>08:12
16.12.01


huhmm
Eitthvað virðist ég vera að hitta á veikan blett hjá Agli kallinum með kommentinu síðan um daginn. Bara skil ekkert hvað er svona voðalega særandi við þetta....*ræsk*. Talandi um það, djöfull verður gaman að chilla á Ítalíu eftir .....tja..... 4 daga!!!!

>10:59
15.12.01


N.B. ég veit náttla ekkert þannig að það er ekki hægt að taka mark á mér!

>12:27


Heimsmálin
Eitthvað sem ég tjái mig sjaldnast um hérna á síðunni, þar sem það er enginn með einhverju viti sem les þetta og því harla tilgangslaust. En hvað í andskotanum er að ske í Palestínu-Ísrael og hvað eru Bandaríkjamenn að styðja Ísraela!!! Eins og allir vita gera þeir þetta bara til að friða Gyðinga í Bandaríkjunum til að fá peninga og atkvæði þeirra í þing- og forsetakosningum. Bandaríkjamenn eru bara eiginhagsmunaseggir sem eiga hvað sem er skilið fyrir þessa viðleitni sína (þar að segja Bush og stjórn hans). Fæstir þessara palestínumanna sem eru drepnir eru almennir borgarar. Sharon er að murka lífið úr heilli þjóð kemst upp með það með hjálp Bandaríkjamanna!!!!! Að nota neitunarvald til að koma í veg fyrir að senda alþjóðlegt herlið til að vernda almenna borgara í Palestínu!! Hvað er það eiginlega????

>12:26
14.12.01


Tilviljun?

>20:31
13.12.01


Nohh..... bara Machumphry dottinn út af síðunni hans Egils.... af hverju skildi það vera?

>16:06


Vííííí!!!!
Loksins er sóðaskapurinn hans Egils farinn af netinu....... Amk liggur síða hans niðri eins og er og er það vonandi að hún fari ekki upp aftur. Þá er mannkynið svo miklu bættara. Kannski eru einhverjar aðrar ástæður fyrir því að hún liggi niðri?........Best að tjá sig sem minnst um þær!!

>08:00
12.12.01


Próf
Ég er svo ekki að nenna að fara að læra og hananú!!!!!!

>16:49


Kisakisakis!
Þetta kemur svo ekki á óvart:

þarna er mér svo vel lýst........!

>16:12
11.12.01


Stafsetningarmafsetningar
Hvaða rugl er þetta alltaf í fólki? Bentu mér á eina "stafsetningarvillu"!!!

>08:44


List
Er þetta ekki líkt mér:

If I were a work of art, I would be Sandro Botticelli's Birth of Venus.

I am a beautiful and alluring composition, not afraid to show off a good deal of bare flesh. People surround me and gaze at me with the adulation due a goddess and friendly breezes gently push me along my path in life.

Which work of art would you be? The Art Test


>08:41
10.12.01


Java
Ef einhverjum vantar lausnir á heima/skila dæmunum í Java má sá láta mig vita og ég sendi honum gumsið um hæl. Vill svo skemmtilega til að ég er með undir höndum einhverjar lausnir!

>16:46


Shit
Gott að koma of seint í fyrsta prófið!...... Það var einmitt það sem ég gerði. Ég beit það í mig að prófið byrjaði kl. 10 en síðan þegar ég mætti kl. 9:30, alltof snemma að ég hélt, kom bara í ljós að ég var hálftíma of seinn..... Verst var að ég var búinn að lemja það líka í hausinn á Magga og Agli að prófið byrjaði 10 þannig að þeir náttla mættu ennþá seinna eða kl. 10!!...... Annars gekk prófið vel, svona þegar maður var kominn yfir mesta stressið. Sem var geigvænlega mikið í byrjun........ Verst að Egill hafi ekki getað klárað, ég náttla verð að axla þá ábyrgð!!... Að koma inn og sjá að allir voru byrjaðir, auch!!! Jæja, ég man það ábyggilega næst og ég þakka guði fyrir að þetta hafi verið einungis létt rekstrarfræði próf en ekki greiningar eða eðlisfræði viðbjóður!

>15:00
8.12.01


Saga
Hérna er eitt quizið til viðbótar!

>20:43
7.12.01


Eðlisfræðistuð!!
Verð að birta pistilinn hans Harðar á Hamstrinum sem að er N.B. hans fyrsti pistill:
Pistill | Eins bílar!! 07/12/2001 @ 17:31:56
Eins og flestir háskóla- og framhaldskólanemar vita, þá er nánast ómögulegt að fá borð í bókhlöðunni nema að mæta svona 10 mín fyrir opnun og bíða í röð fyrir utan húsið. En þar sem ég er svo heppinn að vera bíleigandi þá 'chillaði' ég bara í bílnum, sem er ekki frásögum færandi, nema að allt í einu opnaðist hurðin og það heyrðist skrækum rómi: "Minn bara vaknaður" og síðan settist gaurinn inn í bílinn og hélt áfram að tala. Ég hef aldrei á ævi minni séð þennan gaur áður, síðan leit hann á mig og varð alveg kjafstopp, við horfðum hvor á annan (báðir mjög hissa), ég spurði hvað hann væri að gera hérna, þá varð hann eins og kúkur í framan og sagði: "Vinur minn hann Óli á allveg eins bíl", opnaði hurðina og hljóp út.
Höfundur : HMJ

>23:41


Útlendingar
Svo gaman að sjá hvað fólk er að segja um Ísland og svona! Annars var ég að koma af virkilega góðu jólahlaðborði í boði vinnunnar. Við Halli átum eins og við gátum(rím)...... Hef samt soldið samviskubit yfir hægagangi í lærdóminum. Ætli ég þurfi ekki að svipa mig áfram fram í nóttina!!!! Urrrrrrr....!

>22:28


Alltaf gaman
Að kíkja á persónuleika próf. En annars vil ég spyrja Þóri hvort hann hafi lesið Lord of the Rings? Eitthvað virðist hann hafa ruglast á bókum ef hann kannast ekki við Elrond.......
Merry

Merry Brandybuck

If I were a character in The Lord of the Rings, I would be Merry, Hobbit, heir of the Brandybucks and a friend of Frodo's.


>18:50


BlogBuddy
Er meðal annara orða fjandi handhægt!!....... og auk þess er það algjörlega íslenskt og því er alltaf gott að styðja íslenskan iðnað!!!! Og heyriru það Þórir!!!

>18:45


BlogBuddy
Takk yfir upplýsingarnar Þórir. Alltaf gaman að heyra um hvað er að gerast í kringum mann.
Annars sá ég þetta á síðunni hjá Þóri. Soldið sniðugt..... ég afneita niðurstöðum þess samt!
[If I were an online test, I would be The Internet-Addict Test]

I'm The Internet-Addict Test!

I love in-jokes, especially if they help highlight the marvellously geeky cultural differences between my internet clique and the rest of the world.

Click here to find out which test you are!


>18:44
5.12.01


Nýtt Tól
Var að prófa nýtt blogg tól. Það heitir einmitt BlogBuddy og er gert af honum Sigfúsi. Virðist vera mjög handhægt og þægilegt, mæli með því að þið kíkið á það!!!

>14:38
4.12.01


Líðanin
Er algjörlega geðveik í dag! Búinn með rekstrarfræðina!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Víííííííí!!!!!!!!

>00:14