30.10.01


Fréttabann
Af minni hálfu vill ég ekki tjá mig um vessaskiptingar okkar Magga. Öllum fyrirspurnum er því beint til hans!!!!

>22:41
29.10.01


Vefvæðing vinahópsins
Ætlar aldrei að hætta. Ólíklegasta fólk eins og Guðný(aka Miss Cow), Maggi og Magga hafa nú tekið sér lyklaborð í hönd og byrjað eitthvað að pára á veraldarvefinn. Maggi og Guðný hafa staðið sig með prýði við gerð heimasíðna sinna og eiga þau hrós skilið fyrir það að gera síðurnar sjálf! Einnig má benda á aðstöðumun þeirra en á meðan Guðný hefur verið að dútla sér í hægfara fleyinu Notepad, hefur Maggi nýt sér allra nýjustu tækni og tekið þátt í miklum kappsiglingum á skútunni Homesite eða Frontpage(svona sitt á hvað). Samt finnst manni nú meiri ávöxtur og fegurð vera að vaxa í garðinum hennar Guðnýjar(enda eiga lendar mínar þar smá hlut) en þar hefur tignarleikinn og einfaldleikinn fengið að ráða(enda er hún víst af konunglegum beljuættum). Hins vegar á Maggi kallinn það ælítið til að ofhlaða síðuna sína með voða djásnum sem virðast hreinlega algjörlega tilgangslaus, til hvers að skreyta síðuna með einhverjum óræðum formum sem eyðileggja ánægju mína af lestri hennar!!!! Einnig vil ég benda Erlu á að halda sig á mottunni og að hótanir hennar hafa ekki minnstu áhrif á mig. Ég bætti inn tenglinum einungis til þess að fræða alþýðuna um hvernig á ekki að haga sér og verður hann neðst þangað til hún lærir að haga sér!!!!URRRRR!

>21:51


Fyndni lögreglunnar
Það er alltaf gaman að glöggva í dagbók lögreglunnar. Það leynist alltaf einhver húmor í færslum hennar og það er líka endalaust gaman að lesa um seinheppna afbrotamenn.

>15:40
26.10.01


Forvitnilega pælingar
Vildi benda ykkur á virkilega merkilegar pælingar á síðunni hans Ingós og þetta úrval af virkilega áhugaverðum tenglum sem hann er með. Litið á heimsmálin með allt öðru sjónarhorn en við eigum að venjast úr fjölmiðlum nútímans!

>12:20


Hvað er að ske?
Í mínu mesta æðruleysi var ég að skoða hvaðan heimsóknirnar á síðuna koma þegar ég rakst á þetta. Hvernig komst þetta þangað?

>12:11
25.10.01


BloggViðbót
Magga beibí hefur formlega gengið í hóp bloggera en eins og fólk hefur tekið eftir virkar ekki linkurinn hjá Agli þar sem þetta er bandvitlaus vefslóð hjá honum. Hérna er síðan...........

>09:36
23.10.01



>19:38


Ósamræmi
Ég viðurkenni það alveg að ég hef einstaklega mikla ánægju af því að benda á galla hjá fólki sem telur sig fullkomið(Egill). Því get ég ekki staðist mátið að afrita eftirfarandi texta af heimasíðu Egils:
Þá skíthællinn hann Maggi loksins kominn með síðu enda fyrir löngu kominn tími til. Hann særði þó tilfinningar mínar með harðorðum pistli um mig og mína persónu. Ég er alls ekki sammála þessu. Ég er orkubolti!
Egill Guðmundsson @ 14:20 + 1 klst.

Ég er latur í dag. Ég nenni ekki neinu og mér finnst allt vera ömurlegt nema ég og líkami minn. Annars fór ég inn á æfingu hjá Sinfoníunni þar sem æfing stóð yfir á aðalstefinu úr Mission Impossible. Það var ekki slæmt.
Egill Guðmundsson @ 12:00 + 1 klst.

Hver tekur ekki eftir hvernig hann skýtur sig listivel í fótinn. Hér með hefur hann misst allan rétt til áheyrnar mannkynsins og verður honum drekkt í klósettinu hjá Halla eða Viðari(Egill fær að velja sko) í mjög náinni framtíð!

>19:17


Tímapantanir
Í næstu viku og lok þessarar verð ég ekki til viðtals nema á fyrirfram ákveðnum tímum sem ég bið ykkur um að panta með viku fyrirvara. Ástæðan er Stærðfræðigreiningarpróf sem að skellur á á föstudegi í næstu viku. Ekkert annað en gleði.... Á meðan getið þið samt skoðað vefsetrið hans Magga.

>18:15
22.10.01


Uppfærsla
Ég var að uppfæra linkana á síðunni minni(bætti Viktoríu inn) og síðan bætti ég inn hamstra logoinu niðri. En pælið í hálfvitaskapnum[tekið af Vélinni]:
Þjófnaður í Samskipum

Það leiðinlega atvik kom upp í ferðinni í Samskip að einhver í hópnum tók ófrjálsri hendi rándýrt flugvélalíkan sem er í eigu DHL. Það eru vinsamleg tilmæli til þess sem tók þetta líkan að skila því til okkar eða þeirra sem sáu einhvern með flugvélalíkan að gefa okkur upplýsingar um það eins fljótt og kostur er.

Meðan líkanið er ekki fundið eða málið ekki leyst, mun félagið ekki fara í vísindaferð. Við leggjum okkur ekki út fyrir að fara í heimsókn með fólk sem stelur. Auk þess hefur félagið ekki efni á að kaupa svona líkan.

Það er því mjög mikilvægt að allir sem geta gefið upplýsingar um þetta, gefi sig fram sem allra fyrst.

Eins og fyrr segir verður engin dagskrá á vegum félagsins uns málið leysist.

>18:09
19.10.01


Matgæðingu vikunnar: Bergþór
Beggi benti mér á uppskrift á netinu sem lætur mann grunna hann um að vera leynisælkeri. Einnig veltur maður fyrir sér hvort það hafi verið hann sem senti uppskriftina inn þar sem hún er bara dagsgömul!!!

>10:58


Konungur vefstrana
Núna hefur Beggi algjörlega náð yfirhöndinni um bestu vefsetur okkar félagana......þessir RSS molar eru algjör snilld...núna þarf maður ekki lengur að fara á mbl.is, fer bara á beggir.tripod.com. 9,5 af 10 mögulegum bleikum fílum til Begga!

>10:42
18.10.01


Hvað Egill má skammast sín
Egill heldur því fram að hann sé mikill máttur í heimsóknum á síðuna hjá mér og Begga. Náttla sleppir hann að nefna það að í yfirgnæfandi tilfella er þetta hann sjálfur sem er þarna á ferðinni þar sem hann notar sína eigin Tengla til að komast inn á síðurnar okkar!!!!h

>13:39


Hvað er Beggi að meina
Við hvað ertu núna ósáttur? Segja, segja!

>10:18


Hversu Handsome er Hawk???
Hversu rétt er þetta hjá Hauki? Verð að segja að Haukur er kærkominn viðbót við vitsmunaheim bloggsins!!!!!!!

>10:17


Alþjóðlegi Móldagurinn nálgast óðfluga!!!
Þann 23. október er stór dagur hjá flestum heilvita mönnum, og þá sérstaklega hjá Efnafræðingum. Þá er hinn víðfrægi Móldagur er á þriðjudegi í næstu viku og vona ég að sem flestir haldi hann heilagan. Einnig legg ég til að sem flestir sendi Ólafi Halldórssyni (sem er kenndur við mól) póst með hamingjuóskum í tilefni dagsins. Ef þið eruð ekki heilvita(sem sagt hálfvitar) þá gætuð þið a.m.k. kíkt á heimasíðu móldagsins.


>09:53
17.10.01


Svarið sem vildi ekki koma
Ég sé það alveg í hendi mér að þessi viðskipti okkar Begga er hálf tilgangslaus. Málið virðist vera komið í þann farveg að þær snérust um það hvort málshátturinn(sem er líklegast málsháttur) sé málsháttur eða orðtak. Merkingin komst greinilega ekki til skila og skal ég taka það til athugunar í framtíðinni. Hins vegar varð það hálf kvikindislegt af mér og siðferðislega rangt að geta þess ekki að Svavar, sá mæti fótboltaunnandi, hefði bent okkur strákunum á þessu mjög svo fróðlegu ummæli hans Harðar. Ég hugsaði bara ekki málið til enda og fannst það ekki skipta máli. Því tel ég algjörlega misboðið mér að leggjast niður á það plan að fara að halda fram rökum sem ég veit alveg sjálfur að eru arfavitlaus. Því hefur Beggi sýnt mér fram á hvað er rétt og hvað er rangt og þakka ég honum fyrir það........... Og ég bið einnig Svavar afsökunar fyrir ranga hegðun mína. Og vei þeim sem skilur ekki mikilvægi orða minn!!!!!!

>13:05
13.10.01


Pistillinn hans Baldur á Hamstur.is er hrein snilld endilega kíkið á hann!

>12:02
12.10.01


Svara þér seinna, Beggi

>11:04


Léleg íslenskukennsla í Verzló?
Núna hefur Beggi sýnt það og sannað að Verzlunarskóli Íslands kennir nemendum sínum íslensku ekki eins vel og ætla mætti. Nú var Bleik brugðið er einmitt forn íslenskur málsháttur sem flestir ættu að kannast við. Þýðir hann að verða gáttaður en þarf alls ekki að þýða að bregða...... Best að útskýra orð sína aðeins betur fyrir fólk sem skilur bara fræðileg hugtök stærðfræðinnar: Ég varð gáttaður á því að sjá ummæli Harðar á Gras.is. Ef þú skilur þetta ekki eitthvað betur skaltu kíkja til mín í smá íslenskukennslu, en það er einmitt eitthvað sem þú greinilega þarft, nýbúinn þinn!

>00:36
11.10.01


Vælukjóinn
Náttúrulega varð Egill að væla aðeins, eitthvað um að Svavar hefði komið með þessa voðasniðuga hugmynd, sem hann gerði. Hins vegar fannst mér algjörlega óþarfi að geta þess þannig að ég hef móðgað einhvern biðst ég velvirðingar. Hins vegar þá þurfti ég ekkert að geta neins þar sem það var í raun ég sem rakst á þetta! Aha...hvað segirru við þessu Egill!

>12:34


Grófasti leikmaðurinn?
Eitthvað var nú Bleik brugðið þegar ég var í sakleysi mínu að skoða Gras.is. Þegar ég var kominn í Hina hliðina rakst ég á þessi merkilegu ummæli Harðar Magnússonar:

Grófasti leikmaður deildarinnar?: Magnús Ingi Einarsson FH,
þessi maður hefur ásjónu engils en látið það ekki blekkja ykkur........

Huhmm......skyldi þetta lýsa Aríanum okkar vel?????

>09:34
10.10.01


Lærdómsguðinn
Kom einmitt yfir mig í gær......svo ánægður með að hafa náð loksins að koma einhverju í verk. Voðalega er samt netið erfiður tímaþjófur, maður getur ekki hætt að skoða það. Kíkti á heimasíðu Sinfóníurnar til að sjá hvaða verk er verið æfi í Sal 1 fyrir tónleikana á morgun. Mozart með úrval konungborna verka sem maður gæti alveg nennt að kíkja á en, maður hefur bara engan tíma, né pening til að eyða í svona rugl!!!! Og hananú! Annars er Egill að hætta á túr eins og sjá má á blogginu hans......

>12:42
9.10.01


Hvað er maður að pæla?
Er eitthvað sem maður getur ekki hætt að pæla í þegar maður týnir heilu dögunum. Átti einmitt einn soliðis dag í gær, ég bara kom engu verk og náði bara rétt svo að lesa örfáar blaðsíður í línulegri algebru sem er bara hreinlega ekki nógu gott! Er sem betur fer í ágætis málum með vikunámið en samt, maður getur ekki verið annað en pirraður stundum(sérstaklega þegar Egill er nálægt)!!!

>15:53


Rekstrarfræði
Erum að hefjast handa við rekstrarfræðiverkefni, sem virðist vera mjög áhugavert. En náttúrulega þarf alltaf einhver að væla og ásaka mig um sinn klaufaskap. Egill var náttúrulega alveg úti að aka þegar ákveðið var hvaða verkefni hver hópur fengi og hann sagði ekki orð þegar hann var spurður hvort hann mótmælti verkefnaskiptingunni. Hann hafði bara ekki hugmynd hvað hann ætti að fara að gera þar sem hann hafði ekki lesið um verkefnin áður...........Og Egill taktu mig út af linkalistanum þínum!!!!!!

>13:34
8.10.01


Linkauppfærsla
Núna hef loksins uppfært linkana....margir orðnir gamlir og síðan var hann Haukur að bætast í flóru netbloggera. Hins vegar vegna skepnuskapar hans Egill á hann ekki skilið venjulegan link og hefur linkurinn hans verið minnkaður allverulega!

>09:36
1.10.01


Gott stöff
Loksins stóð pabbi við stóru orðin og kom heim með ADSL, sem er nota bene hrein snilld. Hinsvegar líst mér ekkert á það að hann skuli einungis hafa tekið á sig 100 MB niðurhlöðunarmagn. Ég efast um að ég verði lengi að ná því! Ég er náttla í skýjunum yfir því hvað fólk hefur loksins áttað sig á skepnuskap Egils karlsins og tekið þátt í krossferðinni gegn honum með því að kjósa mig í könnunni á síðunni hans.........loksins að fólk áttaði sig!!

>23:41