10.8.01


Lágkúra afgreiðslumanns
Það kom mér mjög á óvart að Egill skyldi rakka niður seinustu greinina mína. Hélt hann því fram að stafsetning greinarinnar væri mér til háborinnar skammar. Ef hann heldur virkilega að enginn sjái í gegnum þessar aðdróttanir þá hlýtur hann að vera frekar einfaldur, greyið. Eins og allir sem þekkja hann vita þá heldur hann því fram að allir viðskiptavinir séu dónar og séu alltaf að níðast á aumingja afgreiðslufólkinu. Eitthvað hefur honum sárnað þegar hann hefur séð beinharðar sannanir um að það sé ekki allskostar rétt. Virðist seinasta setningin sérstaklega hafa farið í taugarnar á honum og er það nokkur furða. En comeon, stafsetning..... þetta er ömurleg afsökun sem sýnir rotinn innri mann. Munum það í framtíðinni að kalla hlutina það sem þeir eru og ljúgum ekki!!!!!!!!!! Í mótmælaskyni hef ég ákveðið að hakka mig aftur inn á síðuna hans Egils og valda óbætanlegt tjón á henni....passaðu þig bara!

>09:16
9.8.01


Sálarkreppa afgreiðslumanns
Á þriðjudaginn fóru ég og Halli að kaupa fyrsta námsbækurnar okkar fyrir Háskólann í Bóksölu stúdenta. Fengum við liðlega þjónustu og allt var í góðum gír. Þetta er í raun ekki í frásögur færandi nema að í gær fórum við aftur þangað, í fyrsta lagi vildi Halla skila eðlissfræðibókinni vegna smá krumpu og síðan vildum við fá reikning stílaðan á VKS. Lentum við á sama afgreiðslumanni sem virtist vera í ekki nærri eins góðu skapi og fyrri daginn. Finnst lýsti hann því yfir að hann væri á móti því að við fengum þetta á kennitölu fyrirtækis. Í öðru lagi varð hann sár móðgaður yfir því að Halli vildi skila bókinni þar sem þessi krumpa hafi ekki verið komið daginn áður. Ég tók sérstaklega eftir krumpunni daginn áður enda hafði ég skipt á bókum á afgreiðsluborðinu þannig að ég fengi ekki gölluðu bókina.;) Hann sagðist hafa afgreitt okkur daginn áður og vitað hvað hann væri að segja. Fyrst héldum við Halli að hann væri að djóka en síðan runnu á okkur tvær grímur(enda vorum við tveir) þegar við áttuðum okkur á því að hann væri í raun að meina það sem hann sagði. Eftir smá glott frá okkur þá öskraði hann að okkur að þetta væri nú hreinlega ekki fyndið og gaf í skyn að við værum að ljúga. Halli sagði honum að róa sig niður en eitthvað vildi hann ekki hlusta á og rauk hann í fússi(ekki í Sigfúsi sko) niðrí kjallara og skipti á bókum fyrir hann. Hann krotaði síðan þessa reikninga fyrir okkur og lýsti sí og æ yfir hneykslun sinni á þessari hegðun okkar. Við vorum hinir rólegustu og ákváðum að ekki vera að standa í einhverju rugli. Þegar Halli kom heim þá sendi hann harðort bréf á rekstrarstjórann og lýsti hegðun starfsmannsins. Og viti menn, hringdi starfsmaðurinn í hann núna í morgun og baðst afsökunar á þessu. Bauð hann Halla meira að segja að koma niður eftir til að þyggja afsökunarbeiðnina persónulega. Þarna sannaðist best að fólk getur átt miserfiða daga og því er best að taka öllu mótlæti með rólyndi og vera ekkert að æsa sig yfir smá hlutum. Afgreiðslufólk er samt upp til hópa fífl!!!!!.....

>16:31
7.8.01


Hvað gerðir þú um helgina?
Mun vera aðalumræðuefnið næstu vikuna. Bara svo að spara orðin og innantóma talið þá vildi ég segja hvað mér datt í hug að gera um helgina...
Í stað þess að fara á einhverja útihátíð til veiða gelgjur eins og Egga beib, ákvað ég að skreppa í fjölskyldusumarbústaðinn með einmitt fjölskyldunni og hafa smá svona quality-time. Eitthvað sem ég sé ekki eftir því það er alltof langt síðan ég hef farið á þennan fallegasta stað Íslands. Til að gera langa sögu stutta var þetta mjög gaman og þægilegt, sérstaklega fyrir þá staðreynd að u.þ.b. 50 fiskar veiddust og þar af 1 10 punda lax en engar gelgjur......sem sagt hreint yndi! Og þá spyr ég, hvað gerðir þú um helgina?

>09:22