22.7.01


Heimasíðubreytingar
Innantómu loforðin mín sem ég hef dreift út um allt eru fyllt(annað heldur en Strumplingurinn sem NB stal mínu templatei)! Talandi um strumpinn - í sínu fátæklega linkasafni vantar síðuna mína....linkurinn hans hefur verið fjarlægður þangað til það er lagað. Einnig tók ég ábendingu Siggu alvarlega og lagað þennan ónýta tengil og breytti nafninu hennar að hennar beiðni. Og hvað er nú að ske með The Counter....endilega bendið mér á einhverja aðra teljara síðu, nenni ekki að borga krónu fyrir eitthvað sem er hægt að fá ókeypis. Og hananú.
Núna loksins hefur síðan fengið nýtt útlit og er það einungis fyrsta skrefið í áttina að glænýrri síðu. Ég var nefnilega að eignast Frontpage 2002(XP) og er það mun auðveldara og þægilegra í notkun heldur en nokkuð annað heimasíðugerðarforrit sem ég hef kynnst. Gamla Frontpageið var alltaf eitthvað hálf steikt en þetta er hrein snilld. Einnig er ég að gera tilraunir með CGI-script sem að er náttúrulega soldið gamaldags en hvað með það. Þá segi ég bara: "Hálfnað verk þá hafið er" og linkurinn var aldrei þarna:). -Siggi-

>03:46
15.7.01


Húsbreytingar
Núna undanfarna 1 og hálfan mánuð hafa staðið yfir miklar breytingar á heimili mínu....veggir verið rifnir niður, húsgögn gefinn, skyndimatur pantaður næstum á hverju einasta kvöldi, parket lagt, flísar lagðar...o.s.frv., o.s.frv........... Mikil tilhlökkun ríkir hjá fjölskyldunni að sjá hvernig allt fer á endanum. Við fengum innanhúsarkitekt í lið með okkur og er það eitthvað sem við sjáum ekki eftir. Kom hún með mjög sniðagar og skemmtilegar hugmyndir, m.a. að mála loftið hvítt, og ekki er hægt annað en að vera viss um að húsið verði orðið að einhveri einstakri snilld þegar þessu öllu er lokið. Ég vil leyfa ykkur að taka þátt í þessu með mér með því að sýna ykkur myndir af framkvæmdum....hérna er að a.m.k. fyrsta....


>12:30
12.7.01


Bubba Morthens in the hood!
Núna hef ég eignast lítinn vin sem heitir Bubba Morthens. Hún er hamstur sem ég hef fengið til verðveislu næstu vikurnar. Hamstur.is mun flytja fréttir af dvöl hennar ásamt því sem hér munu allar myndir af henni koma inn. Hér er smá forskot á sæluna......

>10:19
11.7.01


Eiturlyf í umferð?
Þeir sem hafa farið inn á heimasíðu Bergþórs nokkurs hafa jafnvel tekið eftir þessu. Ég stóðst ekki freistinguna að prófa þetta og í fyrsta tilraun tókst mér að gera betur en Beggi eins og hann skoraði mann á......tókst að ná 11.459.288 $. Geri nú Beggi betur!:).

>14:42
5.7.01


Risinn upp frá dauðum? Þetta þarf ekki að vera byrjunin á gulltíð siggiari.tripod.com en það gæti alveg gerst. Ég hef legið undir miklu ámæli fyrir að hafa ekki nennt að skrifa pistla og halda úti vefsetri. Þótt að ég sé með netaðgang allan liðlangan daginn þá hef ég bara ekki haft nokkurn tíma til að gera eitthvað í mínum málum. Tel nú tæpast að ég hafi eitthvað meiri tíma næstu daga, en það er aldrei að vita. Egill ætti nú að vara sig á því að vera með eitthvað bögg því það er aldrei að vita hvað verður skrifað á talstöðina. Það er annars snilldarhugmynd, það bara nennir enginn að nota hana nema að eitthvað sé að gert að fyrra bragði. Ég skora því á Hönkmasterinn #2 að koma einhverju skemmtilegu af stað....og hananú.

>17:45