Húsbreytingar
Núna undanfarna 1 og hálfan mánuð hafa staðið yfir miklar breytingar á heimili mínu....veggir verið rifnir niður, húsgögn gefinn, skyndimatur pantaður næstum á hverju einasta kvöldi, parket lagt, flísar lagðar...o.s.frv., o.s.frv........... Mikil tilhlökkun ríkir hjá fjölskyldunni að sjá hvernig allt fer á endanum. Við fengum innanhúsarkitekt í lið með okkur og er það eitthvað sem við sjáum ekki eftir. Kom hún með mjög sniðagar og skemmtilegar hugmyndir, m.a. að mála loftið hvítt, og ekki er hægt annað en að vera viss um að húsið verði orðið að einhveri einstakri snilld þegar þessu öllu er lokið. Ég vil leyfa ykkur að taka þátt í þessu með mér með því að sýna ykkur myndir af framkvæmdum....hérna er að a.m.k. fyrsta....