28.4.01


Spurningar
Jæja, núna hef ég klárað smá spurningakeppni...alltaf gaman að spá í sonna vitrænum hlutum og ég skora á alla sem þora að prufa.

>00:25
25.4.01


BÖÖÖ.......
Jæja, núna hafa bæst við nokkrir linkar hérna til hliðar. Meðal annars má nefna að Beggi er kominn þarna og hið óvænta (verðið að kíkja) og náttúrulega er hann Egill kominn. Hann bað um að vera út af fyrir sig þar sem hann er einstaklega hrokafullur og af efri stéttum þjóðfélagsins.

>14:09


Beggi með leggi
Beggi kallinn er kominn með litla virka síðu og með þessa líka skemmtilegu spurningakeppni....(alltof létt samt)...Skil ekki hvað ég er að gera á fótum, er sko að fara í ræktina klukkan hálf 7 í fyrrmálið. Síðan tekur við lestur undir hið skemmtilega ensku próf, skil ekki afhverju ég er ekki að fagna yfir því. En vá hvað manni er létt að vera búinn með stærðfræðina....HALLALÚÍJA(hallilúði)!!!!!!!

>01:20
24.4.01


Ágúst með strákúst
Ég er alveg í losti eftir að hafa lesið greinina hans Ágústs um mig. Hjálp, ég bara hreinlega blotnaði eftir lesturinn. Verð að þakka honum fögru orðin sem hann lét falla.
Ætli maður verði ekki samt að styðja hann Egil í baráttunni um að verða kallaður punghærður en ekki "með hárvöxt sem líkist næloni." Eitthvað hefur hann Ágúst nú ruglast í greiningu sinni á meðlimum stærðfræðiklíku Verzló. En vá hvað tíminn líður og ætli svefninn verði ekki að taka við af vökunni og það helst sem fyrst! Ólesna stærðfræðin bíður hungruð líkt og Halli á nammidegi og vonum bara að stærðfræðin nái ekki að rífa mig í sig!!!!!URRRRRRR Úpppssss....

>01:15
18.4.01


Egill spegill

Hinn tigni Egill

Úppsadeisí, ég hef bara steingleymt að tjá mig um nokkurn skapaðan hlut seinustu mánuðina. Á því verður ekki nokkur breyting það eitt er víst...sérstaklega þar sem ég er að fara í stúdentspróf á næstunni (vei...eða ekki). En tilefni spjallsins nú er hann vinur minn Egill. Í stað þess að læra fyrir stúdentspróf hefur hann tekið stefnuna á að vera vefnörður á sem stystum tíma. Ég mæli eindregið með síðunni hans fyrir óviðkvæmt fólk, því eitt er það sem hann vantar ekki og það er húmor.......eða óhúmor. Vara líka við því að hún er endalaust leiðinleg. Núna þarf hver bara að dæma fyrir sjálfan sig. Hérna eru leiðindin....

>17:42