16.3.01


Hugmyndir letingjans
Núna er kominn tími að tjá sig.... ég var einmitt á skuggalega skemmtilegu balli í gærkvöldi. Kom til dyranna eins og var klæddur sem súpersambúðarstjóri(ofurmaðurinn). Leiðinlegt að þið öll hin hafið misst af þessu einstaka atburð. Samt finn ég fyrir smá leyfum af hausverk...ohh
En best að röfla um eitthvað mikilvægara eða hið margfræga flugvallarmál. Það er einmitt stormur í vatnsglasi að mínu mati og ég þakka guði að ég búi núna í Kópavogi en ekki Reykjavík. Á morgun fara Reykvíkingar að kjörkössunum til að taka þátt í kosningum sem eru vita gagnlausar. Árið 2016 verður örugglega kominn ný tíð og ný hugsun og kosningarnar núna verða álitinn ómerkur stafur af borgarstjórnendum eftir þessi 15 ár. Það eina sem þarf að gerast er að Sjálfstæðisflokkurinn vinni borgina og þá gætu flokkurinn hæglega litið framhjá þessu eins og hverjum öðrum mistökum R-listans. Því segi ég við Reykvíkinga: EKKI KJÓSA. Annars er ég mjög hlynntur áframhaldandi staðsetningu hans með smá breyttu sniði. Kannski minnkun eða einhverju álíka breyting.....

>10:49