But the fact that some geniuses were laughed at does not imply that all who are laughed at are geniuses. They laughed at Columbus, they laughed at Fulton, they laughed at the Wright brothers. But they also laughed at Bozo the Clown.
Fall Hannesar
Eins og trúlegast hefur ekki farið framhjá neinum þá gerðist hinn merkilegi atburður í vikunni að ræðusnillingurinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson var algjörlega talaður í kaf. Vá hvað sælutilfinningin hríslaðist um mig er ég sá atburðinn. Það sérstaka er, að það var sjálfstæðismaður sem sá til þess að vel væri að verki staðið. Hann átti svo skilið það sem hann fékk, það eitt er víst, því málflutningur hans var alveg fyrir neðan allar hellur. Að halda því fram að tvær ástsælustu leiðtogar íslandssögunnar væru vanhæfar! Maður á ekki orð. Og ekki má gleyma hvernig hann reyndi, eins og oft áður, að ata Jón Ólafsson sauri. Vonandi að hann læri af reynslunni og nýti þessi hæfileika sína í hluti sem eru aðeins meira virði.
Lýðveldið Færeyjar
Við eigum á líta á Færeyjar sem lítinn bróður og vera alltaf tilbúin til að hjálpa honum. Færeyingar hafa alltaf litið upp til okkar og við, Íslendingar, eigum að styðja við bakið á þeim í mun meira mæli en við höfum gert hingað til. Það gleymist vonandi seint er þeir styrktu okkur með ótrúlega hárri upphæð þegar snjóflóðið féll á Súðavík. Færeyingar eru þar sem við vorum fyrir rúmri hálfri öld síðan. Þeir eiga fullan rétt eins og hver önnur þjóð til þess að krefast þess að stjórna sér sjálfir. Til eru mun minni ríki í Evrópu sem ná alveg að plumma sig ótrúlega vel þrátt fyrir smæð. Því verður samt ekki neitað að efnahagslega þá eru þeir ekki tilbúnir til að stíga skrefið mikla. Atvinnulífið er heldur ekki upp á marga fiska og þeir eru týndir í hinum alþjóðaheimi. En vorum við svo tilbúin á sínum tíma? Ég held að þeir eiga skilið smá skilning frá stóra bróðir, þar sem við höfum gengið í gegnum þetta og vitum að þetta er mjög æskileg þróun. Bendi á undirskriftarlista Færeyingum til stuðnings. Fullveldi handa Færeyingum!!!!!!
Tilvitnanir
Eins og einhverjir hafa kannski tekið eftir þá er ég byrjaður að koma með, næstum því á hverjum degi eina tilvitnun eftir frægan mann. Svo ég segi bara verði ykkur að góðu.....
Ágúst
Spakmæli dagsins minntu mig soldið á eitt þrætumál hans Ágústs um að koma fyrir hraðaljósmyndavélum út um allt. Kannski soldið út úr kú, en samt, bara gaman að túlka.
Jólin
Ég var að hlusta á útvarpið í morgun og heyrði jólalag. Þá fyrst komst ég að því að ég dag eru einungis 24 dagar til jóla. Maður getur nú ekki annað fyllst smá gleði og frið í hjarta þegar maður hugsar til þess hvað bíður manns. Tilhlökkunin byrjuð að hafa áhrif á hegðun mína þessa daganna. Byrjaður að raula jólalög og spá í skreytingum. Loksins byrjar maður að undra afhverju þau séu nú ekki aðeins fyrr, hver nennir að bíða í heila 24 daga eftir að króinn fæðist. Jesús, afhverju fæddistu ekki 2. desember?