27.11.00


Það verða jólahjól
Yndislegu jólin að koma með börn í haga að leik. Hvern hlakkar ekki til þess að fara að kúpla sér inn í þetta líka ansi skemmtilega jólastress. Jólin eru skemmtilegasti tími ársins ef það væri ekki fyrir þetta bölvuðu pakkningar sem búið er að pakka þeim inn í. Það nenna ekki nema örfáir menn í þessu samfélagi að standa í því að pakka utan af þeim og sjá hvað er í raun inn í. Og manni býður við því hversu snemma kaupmenn byrja að auglýsa jóla þetta og jóla hitt. Þetta byrjar allt alltof snemma, og með hverju árinu sem líður þá hefst þetta alltaf aðeins fyrr. Maður verður leiður á jólahutakinu eftir að búið er að hamra á því í amk 2 mánuði. Jólin eru ekki lengur afmæli einhvers araba heldur bara til þess að lyfta okkur upp úr svartasta skammdeginu. Og já það er því miður sorgleg hugmynd.

>19:52


Í minningu
Ég vildi einmitt minnast eins mesti tónlistarsnilling aldarinnar hans Fredda Mercurys heitins. Hann einmitt lést 24. nóvember 1991 fyrir en nú eru liðinn rúmlega 9 ár síðan. Guð blessi minningu hans. Mæli einmitt með bók er heitir Freddie Mercury. The Definitive Biography. Fróðleg lesning svo ekki sé meira sagt.

>00:56
23.11.00


Heilafóður
Það sem fellur undir þann flokk eru hlutir eins og bækur, góðar kvikmyndir og margs konar fleira í þeim dúr. Eins og er þá er ég að lesa bók er heitir Sphere eftir Michael Chricton sem er alveg ótrúlega kyngimögnuð. Spennan heldur manni alveg límdum við bókina og svo erfitt að slíta sig frá henni að mikilvægi lærdómurinn situr algjörlega á hakanum. Alveg hrein snilld.
Annað dæmi um snilldarverk á þessum verstu tímum er t.d. kvikmynd að nafni Snatch. Þrátt fyrir að hún sé skuggalega lík Lock, Stock... eftir sama leikstjóra þá er óhætt að mæla með henni í hástert .... breskar glæponamyndir eru ávallt sígildar og eiga sér engan líkan í englaborginni. Talandi um engla þá fannst mér Englar Alheimsins eiga þennan heiður er henni var sýndur á Eddunni, þrátt fyrir að sjóvið hafi verið ívið yfirborðskennd. Manni fannst á köflum vandræðalegt að horfa á hátíðina, sérstaklega þegar Erpur var með þessi látalæti. Hann er einmitt dæmi um mann sem lifir á athyglinni.

>14:01
21.11.00


Sanngirni III
Skjár einn. Kl 22:15 á mánudagskvöldi. Málið. Hannes Hafsteinn spyrill.
Í gær er ég horfði á þennan þátt, fannst mér í fyrsta skipti vera vit í hugmyndum Ungra sjálfstæðismanna. Ég hef alltaf talið mig vera höfuðandstæðing íhaldsmanna og aldrei taldi ég mig getað samþykkt nokkuð sem þeir sögðu. En krosstré bregðast sem önnur tré. Það sem hafði þessi áhrif á mig var sú hugmynd þeirra að lækka skatta á fyrirtæki til að fá erlend fyrirtæki í meira mæli til landsins og auka þar með velmegnun og kaupmátt. Nú eiga Íslendingar að stinga undan ESB með því að lækka skatta hér á meðan ESB er að samræma og hækka skatta í sambandslöndum sínum, og svo eiga fyrirtækin að flykkjast hingað. Þá fær hin unga stétt hámenntamanna loksins vinnu á fróni og kaupmáttur eykst hraðar en nú er. Núna er ríkisstjórnin kom með gulltrygga aðferð til að eyða fjárlagaafgangnum í hlut sem er virkilegt vit í, að lækka skatta.
Hugmyndin er eins og flestar aðrar hugmyndir alveg frábærar á pappírunum en hvernig og hvort hægt verði að koma henni í framkvæmd er nú alltaf stórt vandamál. Hér með heiti ég því að verða aldrei aftur málpípa fyrir sjálfstæðismenni......að minnsta kosti í bili. Alltaf verður maður samt að vera sanngjarn, ekkert vit í öðru.

>15:05
15.11.00


Sanngirni II
Skildi guð vera sanngjarn? Skildi vera til eitthvað að borða heima? Skildi hið æðra geta verið sanngjarnt? Er ég nokkuð að vera geðveikur? Skildi hin æðri máttarvöld vilja vera sanngjörn? Kemst ég heim á bensíninu sem er á bílnum? Hvar er hið góða í manninum? Er ég að nenna að fara að læra þegar ég kem heim? Úffff, hvað er ég að spá?
Maðurinn er endalaus spurningavél sem getur aldrei setið á sér og hætt að spyrja. And I wonder why, I wonder how, yesterday..... Söngurinn göfgar andann. En úpps, skildi morgundagurinn sýna sitt rétta andlit og vera sanngjarn? Huhmm. Hættum að spyrja og gerum. Verum sanngjörn......hehe.....æi, fyrirgefiði, ætlaði ekki að ætlast til þeirrar ætlannar af ætluðum áætlunum ykkar. En hvað þá?

>19:57


Sanngirni
Hvernig er heimurinn? Mummumuumu umumu ummuu mumum mmmmummumuuu muummuum. Huhmmm já, eins og gefur að skilja þá er þetta ekki skiljanlegt fyrir nema takmarkaðan hluta jarðarbúa. Ég vildi einungis koma hugmyndum og tilfinningum hennar Búkollu greysins á framfæri. Þýðing kemur síðar eða þegar maðurinn getur skilið aðra jarðarbúa, það er jafnvel bara aldrei!

>19:46
12.11.00


Hrun stórveldis
Bandaríkin eru á barmi falls. Kosningarnar sáu til þess að ekki er aftur snúið í þessum málum. Enda er kominn tími til, sagan segir okkur að stórveldin hrynja oftast inn á við (dæmi: Rómarveldi) og núna er það því miður allt að stefna á þann veg. Nema að þeir sjái að sér og breyti í fyrsta lagi kosningaskipulagi og í öðru lagi hugsunarhætti almennt. Þeir hljóta að átta sig á því hvað BNA eru í reynd smá. En nei, best að viðurkenna ekki neitt og loka augunum fyrir soliðis rugli. Vonum líka að Gore fá þá til að handtelja í Palm Beach. Talningarvélarnar eru alveg að skíta á sig. Skekkjan í talningu er bara alltof mikil - það munur gífurlega um 10.000 atkvæði til eða frá.....hneisa....algjör hneisa.

>14:23


Tap
Ohh.......svo sárt að tapa í 8-liða úrslitum útilífsdeildarinnar. Og það gegn 5-T. Og enn verra að þeir voru einum færri. Svo hneykslaður á liðinu okkar, jæja ekkert við því að gera. Og maður getur ekki annað en óskað 6-RX til hamingju með sigurinn í þessari umferð. Ef, ef.
Samt er yndislegt að vera kominn í jólafrí....fyrstu jólin sem er ekki uppfull af prófastressi....vei. Maður getur heldur ekki annað en stutt að fullu við bakið á kennarakrílinum, þeir eiga það skilið að fá nú eitthvað fyrir að nenna að vera að þessu. Skil heldur ekki þessi sjónarmið hjá Greinari og Ágústi að afnema verkfallsrétt kennara og láta þá bara segja upp. Jájá, í framtíðinni verður sem sagt ekki lengur kennarar að kenna okkur heldur.....já einmitt. Þeir leggja til að það eigi að láta lögmál um eftirspurn og framboð ráða. Því miður gengur það bara alls ekki, að einkavæða skóla er ekki sniðugur hlutur. Bendi nú bara á kenningar Adams Smiths um að framboð og eftirspurn eigi að ráða öllu NEMA heilsugæslu, menntun o.s.frv. Maður gætu nú haldið að hann Adam sé nú fyrirmynd sjálfstæðisbelgjanna tveggja. Eitthvað vopn þurfa kennarar að hafa til að berjast fyrir rétti sínum og ekki ganga hópuppsagnir þar sem þær leiða einungis til ringulreiðar og glundroða. Látum lögmál um framboð og eftirspurn einnig eiga við um sjúkrahúsin og grunnskólanna. Huhmm, já, eitthvað sér maður það nú ekki ganga. Eitt sinn var íslensk heilsugæsla ein sú besta í heiminum en síðan þá hefur hún farið svolítið niður á við. En það er alveg bókað að einkavæðing, eða sem sagt lögmálin um framboð eftirspurn eiga alls ekki við á þessum sviðum. Bíddu nú við, maður gæti nú farið að halda að Ágúst karlinn sé að nálgast kenningar stjórnleysingja eða skyldi hann vera að reyna að verða frjálshyggjumaður....eða ekki.

>14:13
1.11.00


Frelsi?
Jæja, hef ég ákveðið að reyna að byrja aftur, eftir langa fjarvera. Þakka Siggu fyrir gott innlegg hér á dögunum. Ohhh..... so lovely. Skólinn tekur að venju alltof langan tíma, eins gott að verkfallið er á næsta leyti og hvað hefur maður annað að gera en að blogga þá?
Ég var á mánudaginn síðasta að horfa á imbanum, nánar tiltekið skjá einn. Búinn að horfa á Survivor, sem er annars snilldarþáttur, og sjá einn af mínum uppáhaldskarakterum kosinn út....hver sá nú þetta fyrir, ég bara spyr! Rétt búinn að ná mér af því og ætlaði að horfa á öðruvísi fréttir á skjánum. Jújú, fyrst komu nokkrar skelþunnar fréttir sem fjölluðu um harla lítið, enginn af þeim um nein pólitísk málefni og svo kom fyrsta höggið.
Búin var til frétt um meintar deilur innan SUS sem að virtist bara stormur í vatnsglasi og talað við einn af frumsprautum skjás eins um málið og hann tjáði sig af miklum myndugleik. Jæja, síðan kom frétt sem entist í heilar 2 mínútur um það að Davíð Oddsson ætlaði að halda erindi í Norræna húsinu daginn eftir um stjórnmálasögu. Sagnfræðingur fengin í viðtal og jarðvegurinn undirbúinn undir erindið. Fréttagildið mjög takmarkað, var meira eins og tilkynning um gjörðir forsætisráðherrann okkar.
Síðan kom skellurinn. Í Málinu sem er hluti af fréttunum kom síðan Hannes Hólmsteinn "davíðoddson" Gissurason og spjallaði við sjálfstæðisþingkonu, sem ég get því miður ekki nafngreint, um Samfylkinguna af mikilli hlutdrægni. Mér leið hreinlega illa af því að sjá þau búta hana niður og éta síðan með bestu lyst. Hér var alls ekki um að ræða rökræður af neinu tagi einungis níð. Gat horft í 1 mínútu áður en ég varð að skipta um stöð. Hér með er ég alls ekki að segja að ég sé Samfylkingarmaður, því ég er ósáttur við marga hluti þar á bæ. En eftir þessa einhliða umræðu þá gat ég ekki orða bundist. Verð að lýsa yfir að ég get ekki lengur horft á fréttinar eftir þetta og fréttir skjás eins ættu að breyta nafni sínu úr öðruvísi fréttum í hægri fréttir því þar eiga þær heima. Og hananú........

>19:51