Frelsi?
Jæja, hef ég ákveðið að reyna að byrja aftur, eftir langa fjarvera. Þakka
Siggu fyrir gott innlegg hér á dögunum. Ohhh..... so lovely. Skólinn tekur að venju alltof langan tíma, eins gott að verkfallið er á næsta leyti og hvað hefur maður annað að gera en að blogga þá?
Ég var á mánudaginn síðasta að horfa á imbanum, nánar tiltekið skjá einn. Búinn að horfa á Survivor, sem er annars snilldarþáttur, og sjá einn af mínum uppáhaldskarakterum kosinn út....hver sá nú þetta fyrir, ég bara spyr! Rétt búinn að ná mér af því og ætlaði að horfa á öðruvísi fréttir á skjánum. Jújú, fyrst komu nokkrar skelþunnar fréttir sem fjölluðu um harla lítið, enginn af þeim um nein pólitísk málefni og svo kom fyrsta höggið.
Búin var til frétt um meintar deilur innan SUS sem að virtist bara stormur í vatnsglasi og talað við einn af frumsprautum skjás eins um málið og hann tjáði sig af miklum myndugleik. Jæja, síðan kom frétt sem entist í heilar 2 mínútur um það að Davíð Oddsson ætlaði að halda erindi í Norræna húsinu daginn eftir um stjórnmálasögu. Sagnfræðingur fengin í viðtal og jarðvegurinn undirbúinn undir erindið. Fréttagildið mjög takmarkað, var meira eins og tilkynning um gjörðir forsætisráðherrann okkar.
Síðan kom skellurinn. Í Málinu sem er hluti af fréttunum kom síðan Hannes Hólmsteinn "davíðoddson" Gissurason og spjallaði við sjálfstæðisþingkonu, sem ég get því miður ekki nafngreint, um Samfylkinguna af mikilli hlutdrægni. Mér leið hreinlega illa af því að sjá þau búta hana niður og éta síðan með bestu lyst. Hér var alls ekki um að ræða rökræður af neinu tagi einungis níð. Gat horft í 1 mínútu áður en ég varð að skipta um stöð. Hér með er ég alls ekki að segja að ég sé Samfylkingarmaður, því ég er ósáttur við marga hluti þar á bæ. En eftir þessa einhliða umræðu þá gat ég ekki orða bundist. Verð að lýsa yfir að ég get ekki lengur horft á fréttinar eftir þetta og fréttir skjás eins ættu að breyta nafni sínu úr öðruvísi fréttum í hægri fréttir því þar eiga þær heima. Og hananú........