31.1.02


Fögnuður!!!
Jæja, Íslendingar bókað áfram í undanúrslit áður en leikurinn við Þjóðverja hefst......nema að frakkar nái að vinna með meira en 10 mörkum eða við að tapa með einhverju álíka sem að ég get fullyrt að er ekki að fara að gerast. Júgóslavar unnu Spánverja í dag og því eiga Spánverjar ekki lengur sjéns..... núna er bara spurning hvort við viljum mæta Svíum eða Rússum/Dönum og um það verður keppt í kvöld. Sigur = sleppum við framhjá Svíum þangað til í úrslitunum....... Bara geðveikt!!! Kannski er betra að mæta Svíum sem fyrst þar sem lið þeirra er mjög plagað af meiðslum þessa stundina, mar veit ekki......
Ég vil koma óskum á framfæri um að Haukur tjái sig ekki meira um hluti sem að hann hefur ekki hugmynd um, þar að segja handbolta. Takk fyrir mig

>17:06
26.1.02


Svaravert?
Huhmm.....var einhver að viðurkenna eitthvað?.....Nei ég trúi því nú varla... Ég vil fá það alveg á hreint að ég framdi enginn illvirki þegar Egill loggaði sig inn fyrir mig og leyfði mér aðeins að breyta ákveðnum hlutum til hins betra!!!! Annað en kaldrifjaði sóðinn gerði við varnarlausa Hauk!!

>21:29


Spegill
Egill er algerlega ófyrirskammaður. Að fara inn á heimasíðuna hans Hauks og skrifa miður fallega hluti um Hauki kallast ekki að vera vinur heldur bara hrein og klár skepna. Nýta sér þá aðstöðu að vera síðustjórinn hans Hauks....... Eitt er víst að Haukur skrifaði þetta ekki því að hann var með mér í gærkvöldi.....

>12:32
23.1.02


Dauði?
bara hef ekki hugmynd afhverju síðan mín þagnaði allt í einu, og nei, sögusagnir um að ég sé dauður hafa verið bornir til baka. Nóg að gera í viku dauðans, sem að er einmitt í kjölfarið á sumabústaðaferð dauðans(sem að mér finnst vera orðið soldið ofnotað orð:Þ), en hún fær það nafn vegna snilldar sinnar.....þess má samt geta að einungis eitt þannig(dauða) tilfelli átti sér stað og því dregur hún ekki nafn sitt af þeim fylgifiski áfengis.... en vegna þagnarskyldu og leyndar skrifa ég ekki meira um hana hér!!!!!:-) Fór einmitt í 5 klukkutíma eðlisfræðitilraun á mánudaginn sem að var einungis gleði og þá um leið eykst magn þess sem maður þarf að læra í þessari viku vegna tímaskorts. Bara leiðinlegt þetta væl.............
Annars óx hönkismi Egils eftir að Machumphry fann sér aftur samastað á síðunni hans. Ég hlakka gífurlega til að sjá næsta svar hans sem að mun einmitt vera mjög persónuleg hjálparbeiðni frá Magga...meira síðar er að fara í pásu!!!

>12:44
1.1.02


Áramótaheit
Já, eitthvað fannst mér nú þetta quiz vera furðulegt....einhver bara að gera grín að fólk sem platast í svona dæmi myndi ég halda.

Take the What Should Your New Year's Resolution Be? Quiz


Aha, svo ég:)

>20:31


Gleðilegt nýtt ár
Jemms....gleðilegt nýtt ár öll sömul og sonna!!!!! Vona að þið hafið það öll fínt á því næsta (nema þú Egill). Og til hamingju með afmælið Sigga.
Kíkti á Lord of the Rings aftur í dag og þvílík snilld...hún er jafnvel betri í annað skiptið. Þá sér maður hvað þessar litlu breytingar á bókinni gefa bíómyndinni heilstæðari mynd. Greinilegt er að mikið hefur verið klippt út og hlakka ég til að sjá Uncut útgáfuna á DVD!
Annars var bara þægilegt chill hjá Brynjari í gær og vonast ég til að geta farið að djamma á eftir til að bæta upp chillið!!!...það verður vonandi feikna stuð með Dj. Palla á Húsi Málarans....hef svo sem ekki trú á öðru ef ég fer....

>18:58