30.11.01


Haukslingur
Haukur, sumum fullyrðingum finnst mér langt fyrir neðan mína virðingu að svara. Þessi eina setning fyrir neðan er það eina sem hrokafulla gerpið á skilið!

>12:23
29.11.01


Að buffa tölvu......
Er holl og sérstaklega góð hreyfing. Það á sérstaklega við þegar tölvan hefur hagað sér eitthvað illa. Það gerðist einmitt hjá mér og þá er um að gera að láta hana vita hver ræður!!!!!!!!!
Hvort er ömurlegra að hafa bara vit á einum hlut(klassík) eða vita fullt um fullt af hlutum? Ég bara spyr!

>16:41


Fótbolti
Horfði á leik Chelsea og Leeds í gær! Gaman að sjá hversu góður Eiður er og vonandi að Ranieri sjái að Eiður er að gera fjandi góða hluti. Inn á með Eið og út af með Zola.....
En vá, hvað þetta voru ljótar tæklingar....þegar þessi Jankovic hálfviti tuddaði svona líka á Steven McPhail......urrrrrr.........

>12:47
28.11.01


Fótboltasögur
Loksins hefur Fowler áttað sig á því hvar hann á heima. Það er náttúrulega bara gott að styrkja sóknina hjá Leeds, þó hún hafi kannski ekki verið það veik. Það hefur samt vantað eitt stykki pottara sem nær að skora meira..... Ég vil sérstaklega þakka Óla Njáli fyrir það að taka þessu svona voðalega vel. Og ég veit innst í mínu hjarta að það er komið að því að Leeds taki titilinn með trompi núna í ár, og hananú!

>08:53
27.11.01


Skrímslasögur
Núna er loksins komið í ljós hvaða mann ég hef að geyma:

I'm An Enforcer! Take the 'What Quake monster am I?' test!


>08:38
24.11.01


Huhmmm........2
Ef ýtt er á linkinn á síðuna hans Egils hér fyrir neðan virkar hann ekki sem vera skyldi. Hann vísar einmitt á grein sem Egill skrifaði um þennan Wojciech Kilar kall sem hann er byrjaður að dýrka(Agli finnst svo kúl að tala um kalla með útlendum nöfnum). Hins vegar virðist svo vera að hann[Egill] hafi áttað sig á mistökum sínum og í stað þess að taka þeim eins og karlmaður og viðurkenna þau, ákvað hann að EYÐA út greininni og haga sér eins og kerling. Það ætti ekki að koma okkur sem þekkjum hann ekkert voða mikið á óvart!!! Egill, vertu einu sinni alvöru karlmaður, kerlingarálftin þín!!!!!

>20:57
23.11.01


Huhmm........
Egill, Wojciech Kilar er ekki sá sem semur tónlistina við Lord of The Rings heldur gerir Martin Shore það! Wojciech Kilar gerir heldur ekki tónlistina í The Piano. Hann gerir hins vegar tónlistina í Frönsk/Austurrísku myndinn The Piano Teacher, sem kom út núna í ár. Skyldi það vera í raun The Piano? Held ekki!!!! Athugaðu hlutina næst, áður en þú heldur einhverju fram!!

>13:34
22.11.01


færeyska
Færeyskan er yndislegt mál eins og þetta dæmi ber með sér:

Úr færeysku dagblaði:
Nú vilja fólk aftur hava píkar
* Samferðsla
* Av tí at fólk í dag hava nýggjari bilar, sum tey vilja hava betur tryggjaðar, er eftirspurningurin eftir píkadekkum nógv øktur, sigur Fríðrikur Bláhamar, dekksølumaður í Havn. Í dag er fyrsti píkadagur - fyrsti dagur, loyvt er at koyra á píkum


>15:52
19.11.01


Helgardóma
Átti ljómandi helgi fyrir utan það að hún virtist hafa enst í eina klukkustundu. Urrr.........virðist hafa horfið eins og tíminn þessa dagana! Í dag ætti að vera 1. nóv og heyrið þið það öll þarna úti!!!
Vísóið á föstudaginn var nú líka ágætt, samt allt svona frekar troðið og svona. Fékk að hanga með Viktoríu og Fjólu og vinkonum þeirra...... voða gaman. Síðan kíktum við á Tex Mex til að fá okkur eitthvað í gogginn, fínn matur og svona. Verð nú að segja að þetta var fín vísindaferð sérstaklega þar sem er alltaf gaman að hitta nýtt fólk og sonna. Fór svo í afmælið hans Arnars sem var líka voða fínt. Þá var þetta sem sagt voða voða góð helgi!!!!!!

>15:26


Verkefnavinnu að ljúka
Verkefninu okkar í rekstrarfræði er að fara að ljúka núna á næstu dögum. Alveg er það merkilega skemmtilegt að vera alveg að ljúka svona mikilli vinnu. Hinsvegar lítur allt út fyrir að eitthvað þurfum við að bíða með að flytja verkefnið þar sem einhverjir hópar eru að sóðast soldið (Egill farðu að gera eitthvað) en við náum samt bókað að gera þetta fyrir réttan tíma svo sem!!!

>08:48


Moulin Rouge
Vá, hvað ég varð fyrir einstakri bíóupplifun núna um helgina. Ég fór á laugardaginn á Moulin Rouge svona með því hugarfari að ég væri að fara á einhverja svona væmnaástarsögu eitthvað. Það kom aldeilis annað á daginn því að hér er á ferðinni allsherjar veisla fyrir öllu skilningarvitin. Spetacular, spetacular er eina sem ég get sagt. Ég var virkilega eftir mig þegar ég gekk út úr bíóinu, og hér með mæli ég með því að allir kíki á þessa mynd......

>08:43
16.11.01


Víííííí.........
Loksins, loksins, The Stand búinn þannig að núna fer ég fyrr að sofa. Tók seinustu skorpuna í The Stand í nótt, enda fór ég að sofa kl. 2!!! Þetta var ein af bestu bókareynslum mínum, a.m.k. er þetta besta bók sem ég hef lesið eftir Stephen King.......... Ég alveg elska þetta.......

>11:09
6.11.01


Tímaþjófur
Bókin The Stand eftir Stephen King er ein af bestu bókum hans að mati flestra sem hana hafa lesið. Þórir fílaði hana í botn og ekki get ég mælt á móti því. Ég er einmitt búinn með 888 blaðsíður af 1100 af The Stand: Complete and Uncut. Þetta er frumútgáfa bókarinnar en sú útgáfa sem flestir hafa lesið var stytt um 300 blaðsíður. Ég er ekki alveg að skilja hvernig það er hægt þar sem mann finnst þetta allt ómissandi. Þessar 800 blaðsíður sem ég hef lesið hafa tekið mig heila 3 mánuði að lesa, og er sá langi tími ekki því að kenna að ég hef ekki haft tíma til að lesa, ónei. Ég hef farið að sofa kl. 1 á hveri einustu nóttu til að geta komist eitthvað áfram í henni. Og ekki sé ég baun á eftir því!!! En Flagg er að koma sjáiði til.............
P.S. Það er ekki arða af hroka í mínum skrifum, ef ég væri svona gáfaður þá væri ég búinn með hana fyrir löngu síðan!!!

>09:23